Félagið

Markmið félagsins er að vera landssamtök fyrir bogveiðifólk, bogfimifólk og bogaeigenda almennt, og sameina fólk sem hefur áhuga á bogveiði og bogfimi og standa vörð um þeirra hagsmuni.

Bogveiðifélag Íslands er aðili að einu stærstu bogfimisamtökum á heimsvísu IFAA og að Bogveiðisambandi Evrópu (EBF) sem er jafnframt aðili að FACE.

Bogveiðifélag Ísladns var stofnað haustið 2010 af einstaklingumsem hafa áhuga á bogveiði, bogfimi og öllu því sem málefninu viðkemur og vinna að þeim í samstarfi við yfirvöld og aðra aðila.

Vissirðu

Aðalverkefni félagsins eru:

Stuðla að háum standard í hittni meðal félagsmanna og að þeir æfi bogfimi af miklum kappi og þá einna helst 3-D og Field sem og samstarfi við félög sem stunda bogfimi með notkun á aðstöðu þeirra fyrir félagsmenn Bogveiðifélag Íslands. Kynna og halda keppnir í Field og 3-D bogfimi. og vera með deild sem sinnir því. " Vallar-3D Bogfimi á Íslandi"

Vinna að því að  halda IBEP námskeið fyrir þá sem hafa hug á að stunda bogveiðar erlendis og aðstoða við það í samvinnu við erlend félög og samtök.

Að stuðla að lögum/reglum um boga og örva eign verði breytt til samræmis við önnur lönd í samvinnu við yfirvöld og félög/samtök sem stunda bogfimi.

Stuðla að úttekt og að mynduð verði opinber skoðun á veiðum með boga og ör

Stuðla að bogveiðar verði leyfðar í samvinnu við yfirvöld.

Halda kynningar og fræðslufundi fyrir almenning og yfirvöld.