Niðurstöður könnunar um vopnalög, veiði, skotfimi og bogfimi sem var lögð fyrir fyrstu 5 frambjóðendur hjá öllum flokkum í hverju kjördæmi!

Niðurstöður úr könnun/spurningalista sem var sendur á alla flokka og óskað var eftir að 5 efstu frambjóðendur hjá hverjum flokki og í hverju kjördæmi myndu svara. En spurningarnar voru settar upp í krossaformi þannig 2-3 mín tæki að svara.

Spurningar voru lagðar fram af SKOTVÍS, Bogveiðifélagi Íslands, Gunnloga félagi Byssusafnara og Markviss Skotíþróttafélagi. En þetta eru aðila sem hafa komið fram sem hagsmunaraðilar að vopnalögum og veiðilöggjöf og sent inn umsagnir við lagafrumvörp eftir þvi sem við á. Aðilar ákváðu eða senda þessar spurningar inn sameiginlega til að minnka álag á frambjóðendur í staðinn að senda margar fyrispurnir/spurningar hver fyrir sig.


Af 120 frambjóðendum þá sáu 33 sé fært að svara. Sem er 27,5% En hér verður að taka tillit til þess að kosningar bera að með óvenju skömmum fyrirvara og hefur það eflaust haft neikvæð áhrif á þátttöku þar sem frambjóðendur hafa í mörg horn að líta.


Viðreisn og Vinstri grænir sendu staðlað svar þar sem að bent var á sameiginleg viðmið stjórnmálaflokka.


„Í aðdraganda kosninga berast stjórnmálaflokkum fjölmörg erindi og fyrirspurnir frá hagsmunasamtökum, áhugamannafélögum og einstaklingum um stefnu flokkanna í hinum ýmsu málum. Það er sjálfsagður liður í gangverki lýðræðsins, sem er bæði til þess fallinn að auðvelda kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og skerpa á stefnumótum stjórnmálaflokka.
Til þess að unnt sé að bregðast við slíkum fyrirspurnum fljótt, örugglega og af vandvirkni, óska stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi, þess að fyrirspyrjendur gæti að því að spurningarnar séu skýrar og einfaldar, ekki margþættar eða skilyrtar, og ekki séu fleiri en þrjár í hverju erindi. Ekki verður hægt að tryggja svör við spurningum sem berast síðar en fimmtudaginn 21. nóvember.
Ég get því ekki áframsent þessar fyrirspurnir áfram til frambjóðenda“


Píratar svöruðu ekki neinu.
Framsókn sendi ekki inn nein svör.
Ítrekað var við suma þingmenn að ath þetta hjá sínu fólki einhverjir tóku við sér en frá öðrum komu engin svör.
Frambjóðendur frá öðrum flokkum sáu sér fært að svara.

Fyrir hönd hagsmuna aðila
Indriði R. Grétarsson

File Name: Heildarnidustodur-konnunar-.pdf

PDF Loading...

File Name: Lydraedisflokkurinn.pdf

PDF Loading...

File Name: Midflokkurinn.pdf

PDF Loading...

File Name: Sjalfstaedisflokkurinn.pdf

PDF Loading...

File Name: Sosilaistaflokkur-Islands.pdf

PDF Loading...

File Name: Flokkur-Folksins.pdf

PDF Loading...

File Name: Samfylking.pdf

PDF Loading...