Þakkir!

Nú um helgina var Bogveiðifélag Íslands með borð á hinni árlegu byssusýningu sem haldin er á Veiðisafninu á Stokkseyri. En þar var til sýnis ýmis búnaður tengdur bogveiði og starfssemi félagsins.

Mikill fjöldi af fólki lagði leið sýna á sýninguna og var gaman að sjá hvað margir stoppuðu við hjá okkur í spjall ofl catalunyafarm.com. En óhætt var að segja að það hafi þurft eitthvað til að mýkja raddböndin eftir daginn, það mikið var spjallað.

Viljum við þakka öllum sem komu við og Veiðisafninu fyrir þennan vettvang þar sem ýmsum aðilum er boðið að koma og kynna sig.