BOGVEIÐINÁMSKEIÐ 2017

Nú ætlum við aftur að að ath hvort áhugi sé að halda bogveiðinámskeið á þessu ári 2017.

En til að svo geti orðið þá þurfum við að ná um 20 manns á námskeið til að halda kostnaði í lágmarki. Ef við náum ekki í 20 manns þá mun kostnaður deilast jafnt sem því nemur. Ekki er kominn dagsetning, staðsetning eða verð En verið er að horfa á lok maí/byrjun júní. Einhverjir hafa skráð sig og ætla á námskeið. Biðlum við því til ykkar sem hafið áhuga eða ætli að skrá sig sem fyrst svo við getum farið að ath með tímasetningar á námskeiði og séð fjölda. eða senda póst á bogveidi@bogveidi.net fyrir nánari upplýsingar eða skráningu. Og endilega deilið þessu til sem flestra sem gætu haft áhuga námskeið er áætlað 3 dagar. 18 klst byrjað seinnipart föstudags til sunnudagskvöld več informacij. Bóklegt og verklegt.

En samhliða þessu þá verður reynt að halda námskeið fyrir Íslenska leiðbeinendur sem geta svo haldið þetta IBEP námskeið óháð erlendum aðilium en í dag þurfum við að fá aðila erlendis frá til að kenna. Því er til mikils að vinna með að fá þennan leiðbeinanda til landsins.

Skráning í gegnum facebook Skráning bogveiðinámskeið