Tilkynning frá stjórn Bogveiðifélag Íslands.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með að heildarenduskoðun á vopnalögum fari ekki fram. Upplýsingar hafa borist fyrir hvert þing að ætlunin er að leggja þau fram. Í staðin er eingöngu verið að setja inn breytingar er snúa að ESB. Í dag þá hamla núverandi lög um bogaeign útbreiðslu á allri bogfimi hverskonar á Íslandi. Ef horft er til norðurlandanna og eftir nýjustu breytingar í vopnalögum ESB (2015) þá er bogi og ör og allt sem þeim tilheyrir ekki tilgreint sem vopn heldur sem íþróttatæki. Bogveiðifélag Íslands er hagsmunaaðili bogaeigenda og hefur félagið verið í samskiptum við ráðuneyti og þingmenn síðan 2010-2011 um að koma inn breytingum er varðar bogaeign en lítið orðið ágengt. Bogveiðifélag Íslands hvetur ráðuneyti og þingmenn að koma þessu stóra máli sem heildar endurskoðun á vopnalögum er, sem fyrst á dagskrá þingsins magyargenerikus.com. En sátt var um þau drög að frumvarpi þegar þau komu frá nefnd um endurskoðun laganna 2009.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands