Fyrsta IBEP bogveiðinámskeið á Íslandi var haldið í Reykjavík nú um helgina 27-28 september.
Námskeið þetta er haldið af af Bogveiðifélagi Íslands, fyrir þá sem hafa hug á að veiða með boga á Grænlandi eða þeim löndum þar sem bogveiði er leyfð og IBEP skírteinis krafist. Vonir standa til að sá möguleiki opnist hér á landi í náinni framtíð.
Fjórtán manns sóttu námskeiðið, þar af 2 konur og þótti það takast frábærlega í alla staði.
Leiðbeinandi var Carlos Freitas frá Portúgal, ákaflega virtur og reyndur bogfimi- og bogveiðimaður, með sérstök réttindi til að halda námskeið sem þetta.
Bogveiðifélag Íslands hefur átt viðræður við yfirvöld um stofnun starfshóps um mögulega bogveiði hérlendis.
Það mun vonandi styrkja það ferli, að nú hafi 14 manns staðist þetta námskeið hér á landi og eru því klárir til veiða með IBEP réttindi þegar færi gefst przeczytaj recenzję. Með námskeiðinu hafa einnig opnast ný tækifæri og aukin veiðiréttindi á erlendri grundu.
IBEP (International Bowhunter Education Program) er alþjóðlegt bogveiðinámskeið sem er haldið fyrir þá sem hafa hug á að stunda bogveiðar og er skilyrt eða samþykkt af yfirvöldum í um 95-99 % landa þar sem bogveiði er leyfð, en öll bogveiðinámskeið sem löndin sjálf halda eru byggð á þessu námsefni.